Vöruumhirða
Allir skartgripirnir eru úr ryðfríu stáli og gullskartgripirnir eru 18K gullhúðaðir.
Allir skartgripirnir þola vel svita og vatn en ef þú vilt lengja endingartíma gullhúðarinnar og perlanna mælum við með að taka skartgripina af fyrir sturtu og sund.
Afhending vöru
Allar pantanir eru afgreiddar innan 2-4 virkra daga. Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband.
Frí afhending með Dropp ef verslað er fyrir meira en 10.000kr
Sóttar pantanir:
Þú getur sótt vöruna þína frá Dóttir Designs í verslun Altis ehf. að Bæjarhrauni 8, 220 Hafnarfirði, þér að kostnaðarlausu. Sjá opnunartíma verslunar hér https://altis.is/verslanir/
Dropp:
Dropp býður viðskiptavinum upp á að sækja pakkann sinn á Dropp afhendingarstöð að eigin vali um landið.
Verð á vöru og sendingarkostnaður
Öll verð í vefversluninni er í íslenskum krónum og með virðisaukaskatti (VSK) og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð í vefverslun geta breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar. Ef óskað er eftir sendingu bætist sendingarkostnaður við áður en greiðsla fer fram. Þetta á þó ekki við ef að verslað er fyrir yfir 10.000kr. Tafir geta verið á pöntunum í kringum stóra daga svo sem Single’s day, Black Friday og jól.
Að skipta og skila vöru
Skilafrestur hjá Dóttir Designs er 14 dagar frá kaupum gegn því að kvittun sé meðfylgjandi eða að varan hafi skilamiða.
Ef þú vilt skipta eða skila vöru getur þú haft samband við okkur á netfang designs@dottirdesigns.is eða í síma 7881203. Skilaréttur nær ekki til eyrnalokka.
Gölluð vara
Ef varan er gölluð eða þú ert óánægð(u)r með vöruna þá viljum við heyra í þér sem fyrst. Netfang: designs@dottirdesigns.is, sími 7881203 eða á instagram dottirdesigns.skart
Trúnaður
Privacy policy: All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.
Lög og varnarþing
Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavikur (ef fyrirtækið er með lögheimili í Reykjavík) eða Héraðsdómi Reykjaness (ef fyrirtækið er með lögheimili í t.d. Garðabæ eða Kópavogi)
Governing law / Jurisdiction: These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.
Hringastærð
HRINGARNIR OKKAR ERU í USA STÆRÐUM
Stærðir á hringum eru mældar í millimetrum. Þú getur notað hringastærðartöfluna hér að neðan til að finna þína stærð. Það eru nokkrar leiðir til þess að finna hvaða stærð hentar best:
- Ummál: mælið ummálið á fingrinum og lesið út úr töflunni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að mæla ummál á hring sem þú átt nú þegar.
- Þvermál: mælið þvermálið á fingrinum og lesið úr töflunni hér fyrir neðan. Einnig er hægt að mæla þvermál á hring sem þú átt nú þegar. Ef þú veist þína stærð í EU stærð getur þú séð sambærilega USA stærð í töflunni.
Ummál (mm) | Þvermál (mm) | EU | USA |
46,8 | 14,88 | 47 | 4 |
48,7 | 15,49 | 49 | 5 |
51,2 | 16,31 | 51 | 6 |
53,8 | 17,12 | 54 | 7 |
56,3 | 17,93 | 56 | 8 |
58,9 | 18,75 | 59 | 9 |
61,4 | 19,56 | 61 | 10 |
64 | 20,37 | 64 | 11 |
Um Dóttir Designs
Dóttir Designs var stofnað í nóvember 2024 af Helenu Einarsdóttur. Helena er 18 ára menntaskólanemi.
Hugmyndin að Dóttir Designs kviknaði eftir að Helena hafði verið að skoða skartgripi með ömmu sinni. Hún fékk systur sínar til að aðstoða sig og Dóttir Designs fór í loftið 8. febrúar 2025 á brúðkaupsdegi foreldra þeirra.